ATHUGIĐ! Bloggar.is mun loka 1. apríl 2016!
lego-frumurnar.bloggar.is

Ađalvalmynd

Auglýsing

Atburđarteljari

Frumurnar enn á lífi

19. maí 2011 klukkan 15:09
Það er nú orðið langt síðan að við skrifuðum síðast. Eins og kannski margir vita unnum við Íslandsmeistaramótið í Legó sem fór fram í Ásbrú í Keflavík þann 13. nóvember. Veeeeeiiiiiiii!!!!

Frábært - með því að vinna landskeppnina á Íslandi fengum við þátttökurétt á opna evrópska meistarmótinu sem fer fram í Delft í Hollandi 2. - 4. júní.

En það kostar helling af pening að fara á svona mót. Við fengum ferðastyrk frá First lego á Íslandi en við höfum líka þurft að safna helling. Margir hafa styrkt okkur en við höfum líka verið með happdrætti., selt kaffi og með því í Pakkhúsinu og selt ýmislegt. Foreldrar okkar hafa líka hjálpað okkur mikið.

Þegar leið á veturinn fór legóhópurinn að hittast aftur reglulega. Nú þurftum að við endurgera rannsóknarverkefnið okkar á ensku. Veggspjöldin þurfa líka að vera á ensku. Þá þurfum við að geta svarað spurningum tengdum verkefninu á ensku. Við höfum æft okkur í brautinni og gert ýmislegt fleira til að undirbúa okkur fyrir ferðina.

Í dag fórum við í Landsbankann sem styrktu okkur bæði með pening og einnig fengum við töskur sem við notum örugglega í ferðalagið. Þá fengum við líka styrk í dag frá Kiwanisklúbbnum Ós en við hjálpuðum til við að selja K lykilinn í síðustu viku.

Við ætlum að reyna að vera duglegri að skrifa á síðuna okkar - en við ætlum að flytja okkur yfir á nýja síðu http://frumurnar.blog.is

Sextándi tíminn. - 28. Október 2010

28. október 2010 klukkan 17:30

Við létum róbotann gera
allar þrautirnar og tókum tímann
og komumst að því að
það þarf að stilla hann aðeins
betur.
Við lögðum líka saman stigin.

Við kláruðum rannsóknarverkefnið
og unnum í dagbókinni.
Við æfðum upplesturinn á
rannsóknarverkefninu og
byrjuðum að gera líkan af
veggspjaldinu.

Fimmtándi tíminn. - 26. Október 2010

26. október 2010 klukkan 16:44

Í dag unnum við í glærukynningunni,
tókum myndir og unnum í róbotnum. :)
Við æfðum okkur líka að lesa
rannsóknarverkefnið.

- Frumurnar!

Fjórtándi tíminn. - 23. Október 2010

26. október 2010 klukkan 16:06

Í voru bara Inga og Hafdís,
þær voru að vinna í róbotanum
og það gekk rosalega vel. :)

- Frumurnar!

Ţrettándi tíminn. - 19. Október 2010

19. október 2010 klukkan 19:04

Við unnum í fleiri þrautum í dag,
byrjuðum að gera glærukynninguna.
Unnum líka fullt í rannsóknarverkefninu.
Þessi dagur var bara svona
venjulegur.

-Frumurnar!

Tólfti tíminn. - 16. Október 2010

16. október 2010 klukkan 12:10

Ingibjörg L, Hildur,Salka og Sigrún Birna fóru
 til læknis og spurðu hann spurningar,
þær fengu öll svör við því sem þær voru að spyrja að.
Núna eru þær að setja spurningarnar inn
 í tölvuna en áður en þær fóru til læknis þurftu
 þær að búa til spurningar og fara yfir það síðan fóru
 þær til læknis og spuðu hann spurninga.
Síðan er það róbótinn það er búið að gera mikið þar
 en það er mikið eftir Hafdís,Inga og Kristján pabbi
Ingu eru núna að gera hjartað þar sem á að setja 
eitthvað tvenn inn í hjartað það er þar sem þau eru komin.

-Frumurnar!

Ellefti tíminn. - 14. Október 2010

14. október 2010 klukkan 15:44

Í dag kom Kristján, pabbi
hennar Ingu í heimsókn.
Hann á sjálfur róbota og
ætlar að hjálpa okkur :)

Við töluðum líka um
skemmtiatriðið og komumst
að niðurstöðu um hvað
við ætlum að gera í því.

Eiríkur er búinn að pannta tíma
hjá lækni á heilsugæslustöðinni
svo stelurnar sem eru að vinna
í rannsóknarverkefninu fóru þangað
að taka viðtal við hann.

- Frumurnar!

Tíundi tíminn. - 12. Október 2010.

12. október 2010 klukkan 16:34

Ástæðan fyrir því að á eftir Áttunda tíma
kemur Tíundi tíminn er sá að á
sunnudaginn 10. Október var Níundi tíminn
en ég sem blogga komst ekki þá,
og þessvegna var ekkert bloggað
þann dag.
Við erum s.s. byrjuð að hittast
oftar í viku! :)

En að tíunda tímanum ..
Eiríkur byrjaði á því að ræða
við okkur um sunnudaginn.
Það mættu bara 2 á umræddum
tíma, 2 hálftíma of seint og
2 klukkutíma of seint! Og
3 mættu ekki, en bara einn
þeirra lét Eirík vita að hann/hún
kæmist ekki.
Honum fannst þetta ekki
nógu gott, og þessvegna
ætlum við að bæta okkur í því.

Því næst las hann fyrir okkur bréf
sem hann fékk, þar var m.a.
sagt okkur að það væri verið að
fara að panta boli og þessvegna
þurftum við að skrifa niður
stærðirnar okkar.
Það var líka sagt okkur að búa
til veggspjald um rannsóknar-
verkefnið, en við ætlum ekki
að byrja á því fyrr en við
klárum að vinna í því.

Svo var þetta bara eins og
hinir tímarnir, við héldum
áfram með að forrita, kubba,
blogga og auðvitað vinna
í rannsóknarverkefninu! ;)

-Frumurnar!

Áttundi tíminn. - 7. Október 2010

07. október 2010 klukkan 18:37

Í dag héldum við áfram að gera það sem við
vorum að gera í síðasta tíma.
Við fengum líka að lesa um rannsóknarverkefnið
og dagbókina hjá hópnum sem var
í fyrra, til þess að átta okkur betur á því
hvernig þetta væri.
Inga og Hafdís forrita og forrita og
þetta er allt að koma!
Eyjalín bjó til nýja bannerinn og
vann meira í síðunni.

- Frumurnar!

Sjöundi tíminn. – 5. Október 2010.

07. október 2010 klukkan 16:59

Í dag byrjuðum við á því að ræða um rannsóknarverkefnið,
  skólahjúkrunarfræðingurinn hún Jóna Bára var
hjá okkur og við fengum að spurja hana nokkra 
 spurninga sem okkur datt í hug.
Svo skrifuðum við á blöð hugmyndir um
 hvernig við ættum að hafa rannsóknarverkefnið og fl.
Svo fóru Ingibjörg Lúcía, Salka, Hildur og Sigrún Birna að
skrifa þær hugmyndir inná tölvu.
Hafdís og Inga byrjuðu að forrita róbotinn,
 Stefán og Auðunn fóru að kubba klærnar á róbotnum.
Eyjalín skrifaði dagbókina og Ingibjörg V
 fór að teikna það sem okkur datt í hug í sambandi
 við rannsóknarverkefnið.

- Frumurnar!

Klukkan

Könnun

Hvernig lýst ţér á síđuna okkar?

Teljari

  • Heimsóknir í dag: ...
  • Ţennan mánuđ: ...
  • Frá upphafi: ...